12 mánaða skilaréttur.
Síur
Sýna 11 vörur

Útvörp

Hér að ofan finnurðu gott úrval af harðgerðum útvörpum sem eru fullkomin fyrir alla tónelskandi iðnaðarmenn. Útvörpin búa öll yfir góðri endingu og virkni ásamt frábærum hljóðgæðum, og tryggja þannig að vinnustaðurinn þinn sé fullur af bæði afkastamikilli orku og frábærum tónum. Hjá okkur finnurðu útvörp frá traustum gæðamerkjum eins og Stanley, Bosch og Ryobi.

Þarf ég sér útvarp fyrir vinnustaðinn?

Ef þú vinnur í iðnaði eða á öðrum stöðum þar sem viðkvæm tæki eru í hættu, þá mælum við með því að þú fáir þér sérstakt iðnaðar-útvarp til að tryggja að aðstæðurnar skemmi það ekki. Það sem aðgreinir þessi útvörp frá venjulegum útvarpstækjum er hve harðgerð og endingargóð þau eru. Útvörpin eru hönnuð til þess að þola ýmislegt eins og högg, fall, ryk og jafn vel bleytu. Ráðfærðu þig við starfsfólk BAUHAUS um val á útvarpi miðað við aðstæðurnar á þínum vinnustað.

Þú þarft einnig að huga að öðrum hlutum ef þig langar að spila tónlist í vinnunni og ætlar að fá þér útvarp. Ætti það að ganga fyrir rafhlöðum eða rafmagni? Ætti það bara að spila útvarpið eða viltu líka bluetooth eða AUX tengingu? Ætlarðu að nota það mest inni eða úti? Allt þetta hefur áhrif á hvaða útvarp þú ættir að velja. Hafðu líka í huga að það er misjafnt eftir útvörpum hvort þeim fylgi rafhlöður og/eða hleðslutæki.

Hresstu upp á vinnustaðinn

Langar þig að hressa enn frekar upp á vinnustaðinn? Er kannski kominn tími á að endurnýja hillurnar? Eða þarf að koma betra skipulagi á geymsluplássið? Væri ekki líka gott að hafa rafmagnsofn þegar það kólnar í veðri? Eða þarftu kannski að huga að praktískari atriðum fyrst og endurnýja einhver verkfæri og fleira? Þú finnur allt þetta og meira fyrir vinnustaðinn hjá okkur í BAUHAUS! Skoðaðu úrvalið hér í netversluninni og pantaðu eða mættu til okkar á Lambhagaveg 2-4 og fáðu ráðgjöf starfsfólksins. Við bendum einnig á að fyrirtæki geta skráð sig í fyrirtækjaþjónustu hjá okkur og fengið þannig aðild að fyrirtækjakjörum BAUHAUS.

FAQ:

Hver er munurinn á venjulegu útvarpi, DAB útvarpi og Bluetooth útvarpi?

  • Venjuleg útvörp starfa á hliðstæðum FM bylgjum en í gegnum DAB geta útvarpsstöðvar sent efni út stafrænt og þannig tryggt betri hljómgæði og minni truflanir á útsendingunni, ásamt fleiri rásum og öðrum kostum. Bluetooth útvörp bjóða aftur á móti upp á þráðlausa tengingu til að streyma tónlist frá tækjum eins og snjallsímum eða spjaldtölvum.

Hvað er vinnuútvarp?

  • Vinnuútvörp eru sér hönnuð fyrir iðnaðarfólk og þeirra vinnustaði. Þessi útvörp eru harðgerðari en venjuleg útvörp og þola betur högg, fall, ryk og jafn vel bleytu.

Útvörp

Sýna 11 vörur
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
klaviyo_newsletter_form