NAFN OG SAMSKIPTAUPPLÝSINGAR FYRIR ÁBYRGAN AÐILA
SAMSKIPTAUPPLÝSINGAR FYRIR ÁBYRGAN AÐILA FYRIR GAGNAVERND
Hafir þú, sem viðskiptavinur eða starfsmaður, frekari spurningar um gagnavinnslu í tengslum við vernd gagna um þig, eða þurfir þú að fá svör við öðrum spurningum, getur þú sent fyrirspurn til eftirfarandi aðila:
- Ef þú ert með almennar spurningar um gagnavernd og vilt biðja um upplýsingar skaltu hafa samband við gagnaverndarteymi BAUHAUS og gera nákvæma grein fyrir erindinu, og senda samskiptaupplýsingar um þig á netfangið: databeskyttelse@bauhaus.is
MARKMIÐ OG LAGAGRUNNUR GAGNAVINNSLU
Þú getur treyst eftirfarandi: Upplýsingar um þig eru aðeins geymdar í miðlægri umsýslu gagna hjá fyrirtækjum BAUHAUS (www.bauhaus.is/um-bauhaus/her-er-bauhaus/afgreioslutimar) í því skyni að vinna úr beiðnum og annast gerð og framkvæmd samninga (þ.m.t. framkvæmd greiðslusamninga og gerð greiðslumats, þegar þess er þörf), sem og til markaðssetningar eigin vöru og þjónustu. Gagnavinnslan fer fram í samræmi við tilskipun ESB um gagnavernd.
Ef þú sendir okkur fyrirspurn, biður okkur að gera þér tilboð eða gerir við okkur samning (kaupsamning, leigu-, verktaka- og byggingasamning, þ.m.t. einkum um uppsetningarþjónustu og samninga um baðinnréttingar, verkefnissamninga, pantanir úr vefverslun), vinnum við með persónuupplýsingar um þig, hvort sem það er í vefverslun BAUHAUS eða í einhverri byggingarvöruverslana BAUHAUS. Allt eftir gerð hvers samnings fyrir sig er um eftirfarandi upplýsingar að ræða:
- Fornafn, eftirnafn
- Heimilisfang
- Netfang (sjá hér að neðan um rakningu sendinga)
- Fæðingardagur og -staður
- Símanúmer
- Vara/þjónusta
- Upplýsingar á starfsmannakorti, ef við á
- IP-tala
- Bankaupplýsingar um viðskiptavin.
Slík gögn eru geymd og unnið með þau í miðlægu umsýslukerfi hjá fyrirtækjum BAUHAUS fyrir gögn viðskiptavina, sem hluta af gerð tilboða og framkvæmd samninga, í samræmi við almennu persónuverndarreglugerðina, 6. gr. lið 1 b, sem og í samræmi við eigin markaðssetningarmarkmið, svo fremi sem þú hefur veitt samþykki fyrir því, samkvæmt lið 1 og lið 2 í 10. gr. danskra laga um markaðssetningu. Til að geta gert tilboð og samninga þarf, hið minnsta, upplýsingar um fornafn, eftirnafn og heimilisfang, í því skyni að auðkenna þig, og við kaup í netverslun þarf einnig upplýsingar um netfang þitt, til að geta sent þér pöntunarstaðfestingu, sem og afhendingarheimilisfang. Þegar starfsmannakorti er framvísað er númer kortsins einnig skráð, sem og nafnið sem starfsmannakortið er gefið út á. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að gera tilboð og framfylgja fyrrnefndum samningum.
IP-tala er þá aðeins notuð að hún teljist nauðsynleg til að gæta þeirra hagsmuna sem ábyrgðaraðili gagna eða þriðji aðili á rétt á að gæta, samkvæmt lið 1 f í 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar, að því gefnu að hagsmunir og grundvallarréttindi og réttur til frelsis, sem kallar á vernd persónuupplýsinga, umræddra einstaklinga vegi þyngra (t.d. til að uppfylla réttarfarslegar kröfur og til að upplýsa refsivert athæfi).
Starfsmenn í öllum verslunum BAUHAUS, netverslun BAUHAUS og þjónustudeild BAUHAUS geta fengið aðgang að miðlægri umsýslu gagna um viðskiptavini hjá fyrirtækjum BAUHAUS í Íslandi . Umsýsla BAUHAUS með gögn um viðskiptavini hefur þann tilgang að gæta þeirra hagsmuna sem fyrirtæki BAUHAUS eiga rétt á að tryggja og auðveldar fyrirtækinu að uppfylla kröfur um gagnavernd, að því er varðar að tryggja að upplýsingar séu rétt skráðar og að réttindi skráðra einstaklinga séu tryggð. Þannig gætum við hagsmuna þinna og réttar þíns til frelsis að því marki sem lög kveða á um og í því umfangi sem telst viðunandi, um leið og við tryggjum eftirfarandi þjónustu:
- Vöruskil vegna ágalla í öllum byggingarvöruverslunum BAUHAUS
- Skipti á vöru í öllum verslunum BAUHAUS, innan þeirra ramma sem kveðið er á um í samningum við viðskiptavini
- Greiðsla í reiðufé á vörureikningum í öllum verslunum BAUHAUS
- Vörur í vefverslun BAUHAUS teknar frá og sóttar í öllum verslunum BAUHAUS
- Gjafakort innleyst í öllum verslunum BAUHAUS
- Inneignarnótur innleystar í öllum byggingarvöruverslunum BAUHAUS
- Starfsmenn á þjónustuborði svara fúslega öllum fyrirspurnum um vöruskil og þjónustu og eru tengiliðir viðskiptavina sem óska frekari upplýsinga og ráðgjafar.
Greiðsla í vefverslun BAUHAUS
Við munum ekki skrá, vinna með eða geyma banka- og greiðsluupplýsingar þínar í neinum UT-kerfum fyrirtækja BAUHAUS. Greiðslur fara aðeins fram innan kerfa þeirra greiðsluþjónustuaðila sem þjónusta okkur hverju sinni og eru tæknilega og lagalega á ábyrgð viðkomandi greiðsluþjónustuaðila.
Sem stendur notum við eftirfarandi greiðsluþjónustu við greiðslur með kreditkortum:
DIBS Payment services A/S, Arne Jacobsens Allé 13, 1.TV, 2300 København S
Við greiðslur gegnum „LinkPay“ notum við eftirfarandi greiðsluþjónustu:
Censeo Tech AB, Lerskäddesgatan 61, 426 58 Västra Frölunda, Svíþjóð
Við notum aðeins greiðsluþjónustuaðila sem hafa fengið PCI DSS-vottun* og standast því ströngustu kröfur um örugga vinnslu og geymslu kreditkortaupplýsinga.
*[PCI DSS er skammstöfun fyrir „Payment Card Industry Data Security Standard“, en það stendur fyrir öryggiskerfin Visa AIS (Account Information Security) og MasterCard SDP (Site Data Protection).]
Rakning sendinga –
samþykkifyrir framsendingu netfangs til póstsendingaraðila, í því skyni að bjóða upp á rakningu sendinga
Með því að samþykkja yfirlýsingu um gagnavernd í netverslun okkar veitir þú samþykki fyrir framsendingu netfangs til póstsendingaraðila, í því skyni að bjóða upp á rakningu sendinga. Slíkir þjónustuaðilar nota gögnin til að gera þér kleift að rekja sendingar pantana þinna og upplýsa þig jafnt og þétt um staðsetningu pantaðra vara og nákvæman afhendingartíma þeirra.
Kökur
Til að auðvelda notkun á vefsvæði okkar notum við „kökur“, í samræmi við 3. gr. reglugerðar um kökur. Kökur eru litlar textaskrár sem vafrinn þinn vistar á harða diski tölvunnar og eru gagnlegar fyrir notendur vefsvæðis okkar. Við notum kökur til að átta okkur betur á því hvernig vefsvæðið okkar er notað og til að gera notendum kleift að bæta leit og aðrar notkunaraðgerðir. Kökur gera okkur einnig kleift að skrá hvort þú hefur áður heimsótt vefsvæðið okkar eða hvort þú ert að heimsækja það í fyrsta skipti. Kökurnar sem við geymum innihalda ekki persónuupplýsingar um þig. Ef þú vilt ekki nota kökur af neinu tagi biðjum við þig að breyta stillingum vafrans í því skyni.
Google Analytics
Á þessu vefsvæði notum við Google Analytics, sem er vefgreiningarþjónusta Google Inc. (1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkin; „Google“). Google Analytics notar svokallaðar „kökur“, eða textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni og gera okkur kleift að greina notkun þína á vefsvæðinu. Ef upplýsingar um notkun vefsvæðisins, sem verða til með því að nota kökur, eru framsendar til netþjóns Google tryggjum við, með stillingum, að IP-tala notandans sé dulkóðuð áður en hún er staðsetningarmerkt og að önnur IP-tala verði sett inn í staðinn fyrir vistun. Google notar slíkar upplýsingar, fyrir hönd rekstraraðila þessa vefsvæðis, til að greina notkun vefsvæðisins, útbúa skýrslur um virkni á vefsvæðinu og gera rekstraraðila vefsvæðisins kleift að veita frekari þjónustu í tengslum við notkun vefsvæðisins og netsins. IP-talan sem vafrinn þinn sendir Google Analytics er ekki samkeyrð við önnur gögn frá Google. Þú getur komið í veg fyrir vistun á kökum með því að breyta stillingum vafrans þíns í því skyni. Við bendum þó á að það getur leitt til að þú getir hugsanlega ekki nýtt þér til fullnustu allar aðgerðir sem vefsvæðið býður upp á. Þú getur enn fremur hindrað að gögn sem send eru Google, og verða til við notkun á kökum og varða notkun þína á vefsvæðinu (þ.m.t. IP-talan þín), verði skráð og meðhöndluð af Google með því að sækja og setja upp vafraviðbót fyrir vafrann sem þú notar.
Endurmarkaðssetning Google
Við notum endurmarkaðssetningartækni frá Google Inc. (1600 Amphitheatre Parkway, Mountain View, CA 94043, Bandaríkin; „Google“). Þessi tækni er notuð til að endurbeina markauglýsingum á síðum innan Google Partner-netkerfisins til notenda sem hafa þegar heimsótt netsíður okkar og netþjónustu og sem hafa sýnt tilboðum áhuga. Auglýsingarnar eru settar inn með því að nota kökur. Það eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvu notandans. Með aðstoð textaskránna er hægt að greina atferli notandans þegar hann heimsækir vefsvæðið og nýta greininguna til að útbúa sérsniðnar vöruábendingar og auglýsingar.
Ef þú vilt ekki fá sendar sérsniðnar auglýsingar getur þú slökkt á notkun á kökum í þessu skyni gegnum Google, með því að fara á síðuna https://www.google.de/settings/ads/onweb.
BAUHAUS notar kökur á grundvelli samþykkis endanlegs notanda, í samræmi við 3. gr. reglugerðar um kökur.
Lánshæfismat vegna reikningsviðskipta fyrir PLUS CARD-viðskiptavini
Til að virkja aðgerð til að kaupa vörur gegn vörureikningi (með afhendingu áður en gengið er frá greiðslu) með BAUHAUS PLUS CARD fyrir fyrirtæki eða viðskiptavini með verkreikninga er gert lánshæfismat. Við framsendum nafn, heimilisfang og fæðingardag viðkomandi til neðangreinds þjónustuaðila (lánshæfismatsfyrirtækis), sem fyrir sitt leyti veitir okkur upplýsingar varðandi lánshæfismat og greiðsluatferli, sem og upplýsingar sem við nýtum til að meta hættuna á vanskilum á grundvelli tölfræðilegra aðferða (stigagjöf), með notkun upplýsinga um heimilisfang, sem og gögn sem við nýtum til að staðfesta heimilisfang (könnun á líkum á að afhending takist):
Bisnode, Gyngemose Parkvej 50, 2860 Søborg
Lánshæfismatið og tengd vinnsla persónuupplýsinga eru nauðsynleg til að hægt sé að gera samning við BAUHAUS um afhendingu fyrir greiðslu, samkvæmt lið 1 b í 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar.
Niðurstöður úr sjálfvirku lánshæfismati geta leitt til þess að kaup gegn greiðslureikningi verði ekki í boði. Lánshæfismat er áskilið til að hægt sé að senda/sækja vörur sem keyptar eru í vefverslun eða í verslun BAUHAUS áður en kaupandi hefur greitt þær að fullu.
Bankaupplýsingar um PLUS CARD-viðskiptavini
Aðeins er unnið með bankaupplýsingar um PLUS CARD-viðskiptavini vegna uppgjörs á PLUS CARD-samningum BAUHAUS.
AUGLÝSINGAR/FRÉTTABRÉF
Gagnavinnsla í auglýsingaskyni
Við vinnum aðeins með gögn um þig í því skyni að auglýsa eigin vöru og þjónustu.
Við viljum gjarnan geta upplýst þig um nýjar vörur, þjónustu og áhugaverða viðburði á vegum fyrirtækisins. Þar af leiðandi notum við upplýsingar um þig bæði við kaup og til að senda þér ábendingar um tilteknar vörur, þjónustu eða viðburði sem við teljum að gætu vakið áhuga þinn. Greining á fyrri kaupum og sending auglýsinga um sambærilegar vörur og þjónustu, með bréfpósti eða tölvupósti, til fyrirliggjandi viðskiptavina er aðeins gerð í tengslum við vörur og þjónustu á vegum fyrirtækja BAUHAUS og í samræmi við 2. lið 10. gr. laga um markaðssetningu. Þú færð aðeins send fréttabréf, tilboð um þjónustu og áminningar, t.d. áminningar um óloknar pantanir ef þú samþykkir slíkt sérstaklega, í samræmi við 1. lið 10. gr. laga um markaðssetningu.
Samþykki
Með því að skrá þig samþykkir þú að 1) BAUHAUS SHLF megi senda þér 1–3 vikuleg fréttabréf frá BAUHAUS Danmark A/S með tölvupósti. Sú tíðni getur, þegar söluherferðir standa yfir, orðið meiri en 1–3 tölvupóstskeyti í viku. Fréttabréfin innihalda nýjustu tilboðin, fréttirnar og upplýsingarnar um söluherferðir sem BAUHAUS stendur fyrir í tengslum við vöruúrval fyrirtækisins fyrir iðnaðarmenn, heimili og garðvinnu.
Þú samþykkir um leið að 2) fá sendar þjónustutilkynningar frá BAUHAUS SHLF, til dæmis áminningar um óloknar pantanir, tölvupóst um vörur BAUHAUS sem þú hefur sýnt áhuga, t.d. fyrir verkstæði, heimili og garða.
Persónuupplýsingar
Þú getur lesið meira um hvernig BAUHAUS SHLF vinnur með persónuupplýsingar um þig í yfirlýsingu okkar um gagnavernd, þar sem markmiðum okkar í markaðssetningu er einnig nánar lýst.Afskráning
Þú getur hvenær sem er skráð þig úr áskrift að fréttabréfi og/eða þjónustutilkynningum með því að nota afskráningartengilinn sem er að finna neðst í hverju tölvupóstskeyti frá okkur. Ef þú lendir í vandræðum við að afskrá þig getur þú haft samband við BAUHAUS SHLF með tölvupósti (kundesupport@bauhaus.dk) eða símleiðis: 86 26 06 06. Þá verður skráningu þinni eytt handvirkt.Athugaðu: Frekari upplýsingar um rétt þinn er að finna undir yfirskriftinni „Réttur skráðs einstaklings“.
VIÐTAKANDI PERSÓNUUPPLÝSINGA
Persónuupplýsingar um þig eru gerðar opinberar, í samræmi við gildandi lög, gagnvart eftirfarandi fyrirtækjum í ESB-löndunum:
- Öðrum fyrirtækjum innan BAUHAUS-samstæðunnar
- Aðilum sem annast póst- og flutningsþjónustu, flutningsaðilum, aðilum sem annast gagnaeyðingu og aðilum sem annast gagnamiðlun
- Aðilum sem veita UT-þjónustu í tengslum við viðhald og uppfærslu hugbúnaðar
- Aðilum sem annast lánshæfismat, innheimtu og gagnvirka markaðssetningu
- Google Inc. (www.google.dk/settings/ads/onweb)
- Bisnode, Gyngemose Parkvej 50, 2860 Søborg, Danmörk
- DIBS Payment services A/S, Arne Jacobsens Allé 13, 1.TV, 2300 København S, Danmörk
- Censeo Tech AB, Lerskäddesgatan 61, 426 58 Västra Frölunda, Svíþjóð
- Sleeknote ApS, Jens Baggesens Vej 90A, 8200 Aarhus, Danmörk
- Trustpilot, Pilestræde 58, 5. sal, 1112 København K
- eMail Platform, Nørregade 12a, 6600 Vejen, Danmörk
- e-Boks A/S, Dampfærgevej 28, 1. Sal, 2100 København Ø, Danmörk
VISTUNARTÍMI GAGNA
Vistunartími gagna
Við geymum gögn um þig eins lengi og nauðsynlegt telst í eftirfarandi tilgangi:
- Tilboðsgögn: 1 ár (vegna svars frá viðskiptavini)
- Leigusamningar: 6 mánuðir (könnun á bótakröfum)
- Kaupsamningar: 5 ár (úreldingarfrestur vegna gallatilkynninga)
- Verktaka- og byggingasamningar, viðgerðapantanir: 5 ár (úreldingarfrestur vegna gallatilkynninga)
- Vegna auglýsinga fyrirtækisins: (þar til viðskiptavinur afturkallar samþykki sitt eða afsalar rétti til kvartana fyrir viðkomandi vöru eða þjónustu)
- Verkefnissamningar, 5 ár (úreldingarfrestur vegna gallatilkynninga)
- Pantanir í vefverslun, 5 ár (úreldingarfrestur vegna gallatilkynninga)
Svo fremi sem skattalegur geymslufrestur (fyrir skjalagögn) er til staðar fyrir tiltekin gögn sem unnið er með í tengslum við kaupsamningagerð er geymslutíminn 5 ár. Á því tímabili eru heimildir til vinnslu gagnanna takmarkaðar. Geymsluskyldan hefst í lok þess almanaksárs þegar tilboðið er gert, eða ákvæði samnings eru uppfyllt.
RÉTTUR SKRÁÐS EINSTAKLINGS
Öll fyrirtæki BAUHAUS tryggja að fullu rétt þinn sem skráðs einstaklings.
Andmæli vegna auglýsinga:
Þú átt rétt á að andmæla því að gögn um þig séu notuð í auglýsingaskyni. Viljir þú gera það skaltu nýta þér neðangreindar samskiptaupplýsingar.
Afturköllun á samþykki:
Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga, með framvirkum hætti. Þó ber að hafa í huga að við næstu kaup kann þá hugsanlega að þurfa að veita persónuupplýsingar á nýjan leik. Þetta á einnig við um það þegar þú afturkallar samþykki þitt fyrir frekari notkun upplýsinga í tengslum við viðskiptareikning þinn hjá vefverslun BAUHAUS.
Andmælaréttur
Þú átt hvenær sem er rétt á, af ástæðum er varða þínar sértæku kringumstæður, að andmæla vinnslu á persónuupplýsingum sem fer fram í tengslum við lið 1 f í 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar (lögmætir hagsmunir). Ef þú leggur fram slík andmæli munum við ekki vinna úr persónuupplýsingum um þig, nema fyrir liggi ófrávíkjanlegar og lögmætar ástæður fyrir slíkri vinnslu sem vega þyngra en hagsmunir þínir, réttindi og persónufrelsi, eða ef vinnslan er notuð til að framfylgja lagakröfum eða verja lagaleg réttindi. Þetta á einnig við um alla gagnagreiningu sem byggist á slíkum ákvæðum.
Frekari réttindi
Að því er varðar persónuupplýsingar sem vistaðar hafa verið hefur þú rétt á að ábyrgðaraðili gagna tryggi þér eftirfarandi:
- Réttur á upplýsingum (þú átt rétt á upplýsingum um það hvernig við vinnum með persónuupplýsingarnar þínar)
- Réttur á vitneskju (þú átt rétt á að fá vitneskju um þær upplýsingar sem við vinnum með um þig, sem og ýmsar aðrar upplýsingar)
- Réttur til leiðréttinga (þú átt rétt á að láta leiðrétta ranglega skráðar upplýsingar um þig)
- Réttur til eyðingar (í sérstökum tilvikum átt þú rétt á að láta eyða upplýsingum um þig fyrir lok tilgreinds vistunartíma okkar)
- Réttur á takmörkunum á vinnslu (í sérstökum tilvikum átt þú rétt á að vinnsla persónuupplýsinga um þig verði takmörkuð)
- Andmæli gegn vinnslu (í sérstökum tilvikum átt þú rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig)
- Hreyfanleiki gagna (í sérstökum tilvikum átt þú rétt á að fá sendar persónuupplýsingar um þig á skipulega uppsettu, nýtanlegu og tölvulesanlegu sniði, sem og láta senda slíkar persónuupplýsingar frá einum ábyrgðaraðila gagna til annars, án hindrana)
- Réttur á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar (þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar ef þú ert ósátt(ur) við hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar um þig). Samskiptaupplýsingar fyrir Persónuvernd er að finna hér: https://www.personuvernd.is
Hafa samband: Hvernig get ég gætt ofangreindra réttinda?
Til að leita réttar þíns getur þú annaðhvort haft samband við þjónustuborð BAUHAUS í síma +45 86 26 06 06, ábyrgðaraðila gagnaverndar (sjá að ofan) eða ábyrgan aðila (sjá að ofan).
Við svörum öllum fyrirspurnum endurgjaldslaust, án tafa og í samræmi við lagaákvæði og tilkynnum þér hvaða ráðstafana við höfum gripið til.