Jafnlaunastefna BAUHAUS
Jafnlaunastefna BAUHAUS er órjúfanlegur hluti launastefnunnar og hún gildir um starfsfólk allra hluta fyrirtækisins. Stefna BAUHAUS er að allt starfsfólk fái sömu laun og njóti sömu kjara og réttinda fyrir sömu eða jafngild störf til að enginn kynbundinn launamunur sé við lýði innan fyrirtækisins. Stefnan gildir um allt starfsfólk BAUHAUS og hún segir fyrir um markmið og aðgerðir sem eiga að tryggja að allt starfsfólk njóti þeirra réttinda sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Skilgreiningar á launum og kjörum er að finna í 9. og 10. mgr. 2. gr. laganna.
Laun starfsfólks BAUHAUS skulu vera í samræmi við launa- og kjarasamninga og ákvarðanir um launakjör skulu byggjast á eðli, ábyrgð og umfangi starfs hvers og eins starfsmanns og taka um leið tillit til þjálfunar, færni og faglegrar stöðu starfsmannsins.
Markmið BAUHAUS er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem öll kyn njóta jafnra tækifæra í starfi.
BAUHAUS fylgir öllum viðeigandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum sem eru í gildi hverju sinni. Ákvarðanir um laun skulu vera gagnsæjar, viðeigandi og vel rökstuddar.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur BAUHAUS sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta jafnlaunakerfi samkvæmt staðli ÍST 85:2012 og ákveða hvernig kröfum hans er fullnægt. BAUHAUS hefur tekið í notkun ferli og skilgreint viðmiðanir við ákvörðun launa þar sem hver og einn einstaklingur fær laun í samræmi við virði starfsins, óháð kyni, kynhneigð eða annarri óviðkomandi ástæðu.
Samþykkt af verslunarstjórnendum 18.10.2021