12 mánaða skilaréttur.
Síur
Sýna 3 vörur

Verkfæraskápar

Eru verkfærin byrjuð að flækjast fyrir þér? Er allt úti um allt og þú finnur aldrei hvar þú skildir hlutina eftir? Þá er kominn tími til að þú skoðir verkfæraskápa. Hvort sem þú ert að bæta verkfæraskipulagið í bílskúrnum eða á verkstæðinu þínu, þá finnur þú réttu verkfæraskápana í BAUHAUS. Verkfæraskáparnir okkar eru sterkbyggðir, hagnýtir og traustir, og gera þér kleift að koma á góðu og skilvirku skipulagi. Skoðaðu úrvalið hér að ofan.

Er skipulaginu almennt ábótavant hjá þér og þig vantar meira en bara verkfæraskáp? Þú þarft ekki að leita annað fyrir það, þar sem við eigum einnig gott úrval af sterkbyggðum hillum ásamt alls kyns boxum og skilrúmum.

Hvernig verkfæraskáp á ég að velja?

Þegar þú ert að skoða mismunandi verkfæraskápa eru nokkrir hlutir sem er gott að hafa í huga:

  • Stærð: Hugaðu að því hversu mikið pláss þú þarft í verkfæraskápnum og hversu mikið pláss þú hefur fyrir skápinn sjálfan. Ef þú ætlar að bæta við verkfærasafnið þitt skaltu einnig gera ráð fyrir því.
  • Efniviður: Mismunandi efni henta betur í mismunandi umhverfi. Til dæmis er gott að hafa ryð-þolið efni í röku umhverfi, eða efni sem þolir mikið álag og hnjask ef þú ert í miklu iðnaðarumhverfi.
  • Innra skipulag: Veldu þér ská sem er með innra skipulag sem hentar þínum þörfum, hvort sem það eru fleiri hillur, snagar eða skúffur.
  • Meðfærileiki: Ef þú vilt geta fært verkfæraskápinn um skaltu leitast eftir skáp með hjólum. Þeir henta vel í rými með minna plássi, t.d. í bílskúrum eða vinnuskúrum.

Góður verkfæraskápur er meira en bara geymslupláss; hann gerir hann þér kleift að koma á betra skipulagi og þar af leiðandi meiri skilvirkni við verkefnin þínu. Ásamt verkfæraskápum finnurðu einnig fjöldan allan af alls kyns verkfærum hjá okkur, sama hvort þig vantar borvél, hamar, skrúfjárn eða slípirokk. Kíktu til okkar á Lambhagaveg 2-4 og spjallaðu við starfsfólkið eða verslaðu í netversluninni og sæktu til okkar.

FAQ

Hvað get ég geymt í verkfæraskáp?

  • Að sjálfsögðu máttu geyma það sem þú vilt í verkfæraskápnum þínum, en að öllum líkindum verða það verkfæri. Það fer eftir innra skipulagi skápsins hvers konar verkfæri er þægilegt að geyma í honum; hvort það séu hólfaskiptar skúffur fyrir smærri aukahluti, hankar fyrir handverkfæri eða hillupláss fyrir stærri tæki.

Hvaða verkfæraskáp ætti ég að velja?

  • Við val á rétta verkfæraskápnum þarftu að hafa nokkra hluti í huga. Stærð rýmisins sem þú geymir skápinn í ásamt geymsluplássinu í skápnum sjálfum. Einnig þarftu að huga að umhverfinu sem skápurinn er í upp á hvers konar efniviður hentar best, og hversu meðfæranlegan skáp þú vilt.

Verkfæraskápar

Sýna 3 vörur
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
klaviyo_newsletter_form