12 mánaða skilaréttur.
Síur
Sýna 756 vörur
  1. EGLO
    LED loftljós Fueva 5 Eglo svart þv28,cm
    13.995 kr.
  2. NORDLUX
    Kastarar GU10 Eik gráir 45 cm
    5.995 kr.
  3. NORDLUX
    Lampi LED 30W Oakland 155cm
    8.395 kr.
  4. EGLO
    Loftljós LED dimmanlegt Connect.Z Turcona-Z 21x21 cm hvítt
    8.495 kr.
  5. MARKSLÖJD
    Hangandi ljós 6xG9 Circle gold Ø71
    59.895 kr.
  6. EGLO
    Loftljós LED Salobrena 30x120 cm
    32.995 kr.
  7. PAULMANN
    Loftljós LED Rainbow Paulmann hvítur króm hæð 38cm
    18.895 kr.
  8. EGLO
    Ljósasería 16 x LED 4.5 m IP44
    12.995 kr.
  9. NORDLUX
    Kastari LED Link Clyde hvítur Ø8,5 cm
    9.995 kr.
  10. NORDLUX
    Kastari LED Link Clyde Ø8,5 cm
    9.995 kr.
  11. EGLO
    Loftljós 3 x GU10 Bimeda ljósaperur fylgja
    15.995 kr.
  12. EGLO
    Loftljós E27 Marasales Ø48 cm
    19.995 kr.
  13. EGLO
    Loftljós E27 dimmanlegt Staiti Ø84cm
    67.995 kr.
  14. EGLO
    Loftljós LED Tamuria 28,5x28,5 cm
    27.995 kr.
  15. EGLO
    Loftkastari 3x3W Buzz Eglo burstað stál
    8.995 kr.
  16. EGLO
    Loftljós LED Fueva 5 28cm
    8.995 kr.
  17. EGLO
    Loftljós LED dimmanlegt Connect.Z Turcona-Z 60x60 cm hvítt
    26.995 kr.
  18. NORDLUX
    Kastari GU10 MIB 6 hvítur Ø6 cm
    8.495 kr.
  19. LEDVANCE
    Lampi LED 24W Power Batten Ledvance 120cm 4000K
    8.495 kr.
  20. EGLO
    Loftljós LED dimmanlegt Fueva 5 21x2,8 cm
    8.495 kr.
  21. EGLO
    Loftljós LED ZIGBEE Rovito-Z Ø29.5cm
    18.895 kr.
  22. EGLO
    Loftljós LED Frania-S Ø31 cm
    8.495 kr.
  23. Wiz
    Kastari LED Imageo 2xGU10 2x4,9W
    10.595 kr.
  24. EGLO
    Loftljós 4 x GU10 Nocito 76 cm
    32.995 kr.
  25. Wiz
    Kastari LED Imageo GU10 4,9W
    6.195 kr.
  26. EGLO
    Loftljós LED ZIGBEE Turcona-Z 120x30cm
    27.995 kr.
  27. NORDLUX
    Kastarar GU10 Eik hvítir 45 cm
    7.995 kr.
  28. EGLO
    Loftljós LED Salobrena 1 30x30cm
    14.995 kr.
  29. NORDLUX
    Kastarar GU10 Eik svartir 28 cm
    7.995 kr.
  30. EGLO
    Kastarar E27 Berregas 44 cm
    16.495 kr.
  31. LEDVANCE
    Loftljós LED dimmanlegt 4000K Office Line 25W 60 cm
    24.995 kr.
  32. Wiz
    Kastari LED Imageo 2xGU10 2x4,9W
    10.595 kr.
  33. NORDLUX
    Kastarar GU10 Eik gráir 28 cm
    4.495 kr.
  34. EGLO
    Loftljós LED Palozza 70,5x31,5 cm
    21.495 kr.
  35. EGLO
    Loftljós LED dimmanlegt Connect.Z Turcona-Z 120x10 cm
    19.495 kr.

Loftljós

Birtan inni á heimilinu getur skipt sköpum þegar það kemur að því að skapa stemmingu og hlúa að almennri vellíðan heimilisfólksins. Hærra og kaldara birtustig hjálpar okkur að vakna og koma okkur af stað á morgnanna á meðan hlýrra og lægra birtustig skapar þægilega og róandi stemmingu á kvöldin. Öll herbergi þurfa einhvers konar ljós og loftljós eru oft þægilegasti valkosturinn.

En ákvarðanatakan endar ekki þar - þú þarft líka að velja hvers konar loftljós þú vilt. Til dæmis er algengt að hafa hangandi loftljós fyrir ofan borðstofuborðið, eitthvað stærra og flottara sem sker sig úr. Inni á baðherbergjum velur fólk oft klassískan kúpul sem hentar umhverfinu vel og gefur rýminu hressandi birtu. Í svefnherbergjum getur verið gott að hafa stærri og dekkri skerma, svo auðveldara sé að dimma ljósin fyrir þægilegri birtu á kvöldin.

Lýsing heimilisins er mikilvægur hluti þess, sama hvort um sé að ræða inniljós eða útiljós, veggljós, stofuljós eða innfelld ljós. Í BAUHAUS finnurðu rétta ljósið fyrir öll rými heimilisins .

Mismunandi gerðir loftljósa

Til eru margar mismunandi gerðir loftljósa en aðal flokkarnir eru þó hangandi, innfelld, yfirborðslöguð og kastarar.

Hangandi loftljós

Hangandi loftljós, eins og nafnið gefur til kynna, hanga úr loftinu. Oftast er skermur utan um ljósaperuna á endanum, en þó eru til hangandi loftljós þar sem ljósaperurnar eru berar. Hangandi loftljós koma í ýmsum stærðum og gerðum og því eru margir valmöguleikar í boði, hvort sem þú vilt hafa þau minni og einfaldari eða stærri og mikilfenglegri. Ljósaperan er oft sýnileg í hangandi loftljósum og því skiptir meira málið að vanda valið hvað varðar lögun og lit. Í BAUHAUS finnurðu gott úrval af ýmsum gerðum ljósapera.

Innfelld loftljós

Innfelld loftljós eru minni í ummáli og falla alveg inn í loftið svo það fer minna fyrir þeim. Innfelld ljós geta veitt rýminu betri og meiri birtu þar sem birtan virðist koma innan úr loftinu sjálfu. Gott er að hafa í huga að innfelld loftljós henta ekki öllum loftum og því er nauðsynlegt að hafa þykkt, staðsetningu og gerð loftsins á hreinu áður en fest eru kaup á slíkum ljósum.

Yfirborðslöguð loftljós

Yfirborðslöguð loftljós eru þau ljós sem liggja alveg upp að loftinu. Oft eru slík ljós í formi kúpuls, en nútímalegri gerðir eru margar þynnri og flatari. Yfirborðslöguð loftljós eru mjög vinsæl, enda henta þau í flest rými og taka lítið pláss.

Kastarar

Kastarar eru eitt eða fleiri ljós sem hægt er að snúa og færa til. Ljósaperan er fest á plötu í loftinu og hreyfist á öxli sem gerir þér kleift að breyta því hvert birtan beinist í rýminu.

Hvernig vel ég rétta loftljósið?

Áður en þú velur þér loftljós er gott að teikna upp rýmið sem ljósið fer í. Hvað er gert inni í rýminu? Hvar í rýminu eru hvaða athafnir framkvæmdar? Þetta eru spurningar sem er vert að hafa í huga til þess að fá sem mest út úr lýsingu rýmisins. Hér eru nokkrar tillögur um val á loftljósi:

  • Stofa: Þegar það kemur að því að velja stofuljós, er gott að hugsa um mismunandi króka og kima stofunnar. Hangandi loftljós líta vel út fyrir ofan borðstofuborðið og veita huggulega birtu yfir kvöldmatnum. Í sjónvarpsholinu er þægilegra að hafa dimmanlegt ljós sem dreifir vel úr sér og stangast þá minna á við birtuna frá sjónvarpinu.
  • Anddyri/gangur: Í anddyrinu eða á ganginum eru kastarar gott val, þar sem hægt er að beina þeim þannig að þeir nái að lýsa upp allt rýmið.
  • Svefnherbergi: Í svefnherberginu hafa allar gerðir loftljósa sína kosti. Það fer bara eftir smekk hvers og eins hvað hentar best. Viltu tempraða birtu og afslappaðra andrúmsloft? Þá hentar hangandi loftljós vel. Viltu hressandi birtu sem nær vel yfir allt rýmið? Þá henta bæði yfirborðslöguð ljós og kastarar. Viltu eiga möguleika á því að skipta á milli þessara tveggja lýsinga? Veldu þér þá dimmanlegt loftljós og snjallperur þar sem þú getur breytt hitastigi birtunnar eftir eigin smekk.

Fáðu sem mest út úr lýsingu heimilisins

Vel skipulögð lýsing getur skipt sköpum í daglegu lífi okkar þar sem ljós gegnir mörgum hlutverkum og hefur mikil áhrif á okkur. Skoðaðu úrvalið af loftljósum eða kíktu við í BAUHAUS og fáðu aðstoð við valið.

FAQ:

Hvernig hengi ég upp loftljós?

  • Þótt það kunni að virðast flókið að hengja upp loftljós getur framkvæmdin verið einföld. Lestu leiðbeiningarnar sem fylgja ljósinu vandlega og gakktu úr skugga um að allt sé til taks sem þarf til að festa það. Ef þú ert óviss um uppsetninguna geturðu alltaf heyrt í starfsfólki BAUHAUS og fengið aðstoð eða ráðið sérfræðing til að setja ljósin upp.

Hvernig loftljós ætti ég að velja?

  • Hangandi loftljós passa við borðstofuborð í stofu en dimmanleg ljós virka best nálægt sjónvörpum. Notaðu kastara á göngum til að ná góðri birtu og veldu það ljós sem þér líst best á fyrir svefnherbergið. Prófaðu hangandi loftljós fyrir afslappað andrúmsloft og kastara eða yfirborðslöguð ljós fyrir hressandi birtu. Dimmanleg ljós og snjallperur veita þér svo sveigjanleika og endalausa möguleika.

Loftljós

Sýna 756 vörur
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
klaviyo_newsletter_form