Stór herslulykill frá HiKOKI, fyrir stærri verkefni, t.d.viðhald á stórum vinnuvélum. Herslulykillinn tekur 3/4" toppa og skilar allt að 1.100...
Oft keypt með
Vörulýsing
Stór herslulykill frá HiKOKI, fyrir stærri verkefni, t.d.viðhald á stórum vinnuvélum. Herslulykillinn tekur 3/4" toppa og skilar allt að 1.100 Nm af snúningsvægi. Vélin er IP-56 stöðluð og með kolalausan mótor. Það eru 4 stillingar fyrir högg og hraða á vélinni, það er einnig innbyggt LED ljós. Herslulykillinn er seldur stakur, rafhlaða og hleðslutæki fylgja ekki.
Hvað þýðir Multi-volt?
Multivolt rafhlaðan er snjöll rafhlaða sem virkar með bæði 36V og 18V verkfærum.
Rafhlaðan skiptir sjálf á milli 18V og 36V spennu eftir því hvaða vél er notuð.
HiKOKI rafhlöðurnar afkasta allt að 1440W.
Hvað þýðir kolalaus mótor?
Með kolalausum mótor afkastar vélin meira afli en vél með kolum.
Verkfærið slitnar heldur ekki á sama hátt og eldri verkfæri, í eldri verkfærum þarf oft að skipta um kol í mótornum.
Vélin nær einnig allt að 50% lengri notkunartíma miðað við hefðbundna vél.
Eiginleikar
Spenna: 36V Li-Ion
Rafhlaða: Nei
Kolalaus: Já
Hraði: 0 – 1.500 sn/mín
Högg á mínútu: 0 – 2.900 högg/mín
Snúningsvægi: 400 / 600 / 800 / 1.100 Nm
Endi: 3/4"
Ljós: Já
Taska: Já, HSC III
Hleðslutæki: Nei
Mál(L x H): 298 x 206 mm
Þyngd: 2,95 kg
Tæknilýsing
Vörunafn | Herslulykill 3/4" 36V kolalaus HIKOKI WR36DA |
---|---|
Vörunúmer | 1074878 |
Þyngd (kg) | 5.600000 |
Strikamerki | 4966376323609 |
Nettóþyngd | 5.600 |
Vörumerki | HIKOKI |
Vörutegund | Herslulyklar |
Spenna | 36 |
Aflgjafi | Rafhlaða |