BAUHAUS grillráð
Að staðsetja grillið
Æskilegt er að staðsetja grillið að minnsta kosti 15 metra frá eldfimum efnum og 5 metrum frá hörðum efnum eins og múr, gleri osf.
Að fíra upp í kolagrillinu
Þegar kemur að því að grilla á kolum þarf að reikna með tímanum sem það tekur að gera kolin tilbúin. Það tekur almennt 30-45 min fyrir kol að verða tilbúin til notkunnar. Ef þú ert með grillkubba þá brenna þeir hægar
Aldrei skal nota spritt eða bensín
Varast skal að nota ekki spritt eða bensín þegar tendra á í kolum. Þegar þessir vökvar eru notaðir myndast hættulegar gufur og getur eldur springið upp. Í staðinn skal nota grillvökva.
Að slökkva á grillinu
Þegar grillun er búin getur tekið allt að 10 klst þar til kol eru orðin alveg dauð. Best er að leyfa grillinu að standa óhreyfðu þann tíma svo hætta skapist ekki. Ef tíminn er að þrotum má hella mikið af vatni yfir.
Börn og grill
Það er alltaf gaman að hafa börnin með í matreiðslunni svo þau læri handbrögðin. En varast skal að skilja þau eftir ein við heitt grillið. Sýndu barninu þínu hætturnar og hvernig skal grilla öryggu leiðina.
Þrif á grillinu
Þegar kemur að því að þrífa grillgrindina þá er einfaldast að gera það þegar að hún er enþá heit. Nota má volgt vatn með mildri sápu til þess að þrífa.