12 mánaða skilaréttur BAUHAUS Lesa nánar.
Síur
Sýna 16 vörur

Kolagrill

Það er eitthvað svo ljúft við það að standa úti og elda matinn yfir opnum logum sem fæst ekki toppað, og þá sérstaklega á björtu og fallegu sumarkvöldi á Íslandi.

Er kominn tími til að endurnýja grillið? Þá þarftu ekki að leita lengra en til okkar í BAUHAUS! Hvort sem þú ert vanur grillmeistari eða byrjandi þá finnurðu rétta grillið og tilheyrandi græjur hjá okkur. Hér að ofan finnurðu gott úrval af kolagrillum, en ef þú vilt kynna þér aðrar gerðir af grillum þá finnurðu þau einnig hér í netverslun BAUHAUS.

Af hverju ættirðu að velja kolagrill?

Valið á milli mismunandi gerða af grillum fer meðal annars eftir persónulegum þörfum þínum og matreiðslustíl. Hér að neðan eru nokkrar ástæður fyrir því hvers vegna þú ættir að íhuga kolagrill frekar en önnur grill:

  • Bragð: Kolagrill eru fullkomin fyrir þau sem vilja fá ekta reykbragð af matnum.
  • Áreiðanleiki:Lyktin af kolunum ásamt praktísku eldunaraðferðinni og ferlinu í kringum það að byggja upp eldinn og viðhalda réttu hitastigi er klassíska grill-upplifunin sem margir leitast eftir.
  • Kostnaður: Kolagrill eru oftar en ekki ódýrari en önnur grill og eru einnig ódýrari í rekstri, þar sem kol eru gjarnan ódýrari en gas.
  • Lágmarks viðhald: Kolagrill þurfa lítil viðhald þar sem þau eru tiltölulega einföld í samsetningu og hafa færri íhluti sem þurfa viðhald og viðgerðir með tímanum.
  • Fjölhæfni: Kolagrill henta vel til þess að svíða mat og elda á háum hita, en einnig í hæga eldun, þar sem þú getur stillt grillinu og matnum upp þannig að hann hitist óbeint og reykist í marga klukkutíma.

Kolagrill, og hvað svo?

Þegar þú hefur valið rétta grillið fyrir er kominn tími til að huga að grill aukahlutir. Spaði, töng og grillbursti eru nauðsynleg fyrir alla grillara og þú gætir líka viljað íhuga að fjárfesta í kjöthitamæli til að tryggja að maturinn þinn sé alltaf fullkomlega eldaður. Uppkveikjupotturinn er svo gríðarlega mikilvægur með kolagrillum þar sem hann styttir uppkveikjutímann og gefur þér jafnari hita á kolin. Í íslenskri veðráttu er einnig mikilvægt að huga vel að því að passa upp á grillið, og því er gott að eiga góða yfirbreiðslu. Þú finnur einnig gott úrval af kolum hjá okkur.

FAQ:

Hvernig grillar maður á kolagrilli?

  • Fyrst kveikirðu í og brennir kolin þar til þau eru þakin ösku og dreifir þeim svo um grillið fyrir jafnan hita. Smyrðu grillgrindurnar með olíu og grillaðu matinn annað hvort beint yfir kolunum til að steikja hann eða óbeint fyrir hægeldun. Snúðu matnum eftir þörfum, notaðu hitamæli og hvíldu eldaðan mat áður en þú nýtur hans.

Er bragðmunur á kolagrilli og gasgrilli?

  • Kolagrill eru þekkt fyrir að gefa matnum þínum sérstakt reykbragð. Kolin brenna við háan hita og mynda reyk sem gefur matnum ríkulegt grillbragð. Þetta bragð er oft erfitt að endurtaka með gas- eða rafmagnsgrillum.

Kolagrill

Sýna 16 vörur
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
klaviyo_newsletter_form