12 mánaða skilaréttur BAUHAUS Lesa nánar.
Síur
Sýna 12 vörur

Sessur

Þegar sumarið fer loksins að sýna sínar bestu hliðar er um að gera að nýta það og eyða sem mestum tíma úti í garði, á svölunum eða pallinum. Hjá BAUHAUS finnurðu allt sem þú þarft til að skapa notalega stemningu fyrir þig, fjölskyldu og vini á meðan þið njótið sumarsins. Skoðaðu úrvalið af sessum fyrir garðstólana þína eða sólbekkina hér að ofan og finndu það rétta fyrir þig og þína. Þú finnur einnig gott úrval af ýmsum öðrum garðhúsgögnum í netverslun BAUHAUS.

Aukin þægindi með mjúkum sessum

Sessur eru algjör nauðsyn ef þú vilt hafa garðstólana og sólbekkina sem allra þægilegasta. Sessurnar sem þú finnur í BAUHAUS má nota bæði innan- og utandyra, og sama hvað þig vantar sessur í, þá muntu örugglega finna það sem þig vantar hjá okkur. Við val á sessum þarftu að hafa stærð stólanna og bekkjana á hreinu, svo þú endir ekki með of litlar eða of stórar sessur. Margir garðstólar og sólbekkir eru þó í svipuðum stærðum og hlutföllum, svo það gæti verið að þú getir notað sömu sessurnar í mismunandi stóla. Ef sessurnar eru of stórar er hins vegar hætta á því að þær fari á of mikla hreyfingu í stólnum sem dregur verulega úr þægindunum.

Byggðu þinn eigin sólbekk

Það hefur færst í aukana síðustu ár að nota vörupallettur til þess að búa til ýmiss konar húsgögn, meðal annars sólbekki. Það segir sig sjálft að viðarpallettur eru ekki mjög þægilegar til þess að sitja eða liggja á, en með réttu sessunum getur þú breytt einföldum pallettum í þægilegan bekk eða sófa.

Hugsaðu vel um sessurnar þínar með sessuboxi

Þótt það sé freistandi að hugsa að þú munir bara grípa sessurnar inn þegar það á að rigna muntu komast fljótt að því að sessurnar geta tekið mikið pláss og að það er mun þægilegra að hafa geymslubox úti á palli sem þú getur hent sessunum ofan í fljótlega og örugglega. Þú finnur gott úrval af sessuboxum í BAUHAUS sem koma í mismunandi stærðum svo þú finnur pottþétt box sem hentar þínum sessum og passar vel á þitt útisvæði.

FAQ

Geta sessur enst utandyra?

  • Þótt sessur sem eru hannaðar fyrir útihúsgögn endist eitthvað utandyra, þá eru þær ekki gerðar úr harðgerðum efnum sem þola allt veður. Við mælum eindregið með því að færa sessurnar inn í vondu veðri, og í raun bara alltaf á nóttunni ef þú hefur tækifæri til, til þess að lengja endingartíma þeirra.

Hvar er best að geyma sessur?

  • Auðveldasta og þægilegast leiðin til að geyma sessur er með geymsluboxi á pallinum/svölunum. Þú finnur gott úrval af sessuboxum í BAUHAUS sem koma í mismunandi stærðum svo þú finnur pottþétt box sem hentar þínum sessum og passar vel á þitt útisvæði.

Sessur

Sýna 12 vörur
usp_block
 

Þjónustuver BAUHAUS

Opið 8-16 alla virka daga
 

Skil á vefpöntunum

Lesa nánar um skil
klaviyo_newsletter_form