Sessubox
Þegar sumarið fer loksins að sýna sínar bestu hliðar er um að gera að nýta það og eyða sem mestum tíma úti í garði, á svölunum eða pallinum. En á Íslandi búum við ekki við þá lukku að geta treyst því að veðrið sé alltaf gott á sumrin, og því er nauðsynlegt að eiga góða geymslu fyrir sessurnar af garðhúsgögnunum þegar það fer að rigna eða fjúka. Skoðaðu úrvalið af sessuboxum hér að ofan.
Hvers vegna ætti ég að fá mér sessubox?
Það er kannski freistandi að hugsa að þú munir bara grípa sessurnar af garðhúsgögnunum inn þegar það á að rigna, en þú munt komast fljótt að því að sessurnar geta tekið mikið pláss og að það er mun þægilegra að hafa geymslubox úti á palli sem þú getur hent sessunum ofan í fljótlega og örugglega. Einnig er sniðugt að setja sessurnar í boxin yfir nóttina almennt til þess að halda þeim hreinum lengur. Sessuboxin hjá BAUHAUS hafa þann kost að þau eru sérstaklega hönnuð og gerð til þess að þola alls kyns veðráttu og álag. Sama hvort það rigni, blási eða snjói á þau, þá eru þau gerð úr gæða efnivið svo þú getur búist við góðum endingartíma.
Sessuboxin hjá BAUHAUS koma í mismunandi stærðum svo þú finnur pottþétt box sem hentar þínum sessum og passar vel á þitt útisvæði. Svo má að sjálfsögðu nota sessuboxin sem almenn geymslubox fyrir ýmsa hluti sem þú vilt geyma úti á palli, eins og garðverkfæri, áburð og fræ, garðleikföng og fleira.
Huggulegt útisvæði
Dreymir þig um að gera útisvæðið að griðarstað fyrir þig og þína? Hjá BAUHAUS finnurðu ýmsar vörur sem fullkomna útisvæðið þitt. Hjá BAUHAUS finnurðu allt sem þú þarft til að skapa notalega stemningu fyrir þig, fjölskyldu og vini á meðan þið njótið sumarsins, eins og gott úrval af fallegum garðhúsgögnum.Við eigum einnig gott úrval af grillum svo þú getir boðið í grillveislur á pallinum, öll nauðsynleg garðverkfæri til þess að halda garðinum snyrtilegum og ýmsar gerðir blómapotta svo þú getir sett þinn svip á garðinn með fallegum plöntum og blómum.
FAQ
Get ég sleppt því að eiga sessubox?
- Þótt það sé freistandi að hugsa að þú munir bara grípa sessurnar inn þegar það á að rigna muntu komast fljótt að því að sessurnar geta tekið mikið pláss og að það er mun þægilegra að hafa geymslubox úti á palli sem þú getur hent sessunum ofan í fljótlega og örugglega.
Eru sessubox vatnsheld?
- Sessuboxin hjá BAUHAUS hafa þann kost að þau eru sérstaklega hönnuð og gerð til þess að þola alls kyns veðráttu og álag. Sama hvort það rigni, blási eða snjói á þau, þá eru þau gerð úr gæða efnivið svo þú getur búist við góðum endingartíma.