Hágæða hljóðeinangrun framleidd í Danmörku
Ef þú átt í vandræðum með klið og bergmál á heimilinu eða ert að leita að fallegri hönnun - þá gæti svarið verið hljóðeinangrunarplötur frá BY VENØ. Í hljóðeinangrunaplötunum okkar sameinast falleg hönnun og bætt hljóðvist
Með því að velja plöturnar okkar fyrir heimilið eða vinnustaðinn færð þú bætta hljóðvist og stílhreina hönnun úr hágæða viðartegundum Vönduð hönnun sem passar fullkomlega við nútíma heimilis- eða skrifstofuinnréttingar.
BY VENØ tryggir vandað handverk og hágæða framleiðslu
FOG & VENØ A/S, fyrirtækið á bak við vörumerkið BY VENØ, er danskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2019 af Karl Frank Venø Nielsen og Ove Fog Jørgensen. Yfir 100 ára reynsla í iðnaðinum tryggir framúrskarandi þjónustu og vöru í hæsta gæðaflokki.
Við erum einn stærsti framleiðandi heims á hljóðeinangrunarplötum fyrir veggi og loft. BY VENØ tryggir sjálfbæra framleiðslu. Við leggjum mikla áherslu á að velja efni og framleiðsluaðferðir með það takmark að lágmarka umhverfisfótspor okkar - án þess að skerða gæði vörunnar eða missa sjónar á klassískri skandinavískri hönnun. Við höfum sérstaka ástríðu fyrir vörunni okkar og öllu ferlinu frá byrjun til enda. Allar vörur fara í gegnum gæðaeftirlit og eru handpússaðar áður en plöturnum er pakkað inn og þær settar á bretti til að verja þær í flutningum.
Allt okkkar starf byggir á mikilli ástríðu fyrir skandinavískri hönnun og hágæða framleiðslu úr sjálfbærum efnum – og við vinnum á hverjum einasta degi í að halda stöðu okkar sem nýstárlegt danskt fyrirtæki þar sem mannleg gildi, metnaður, sköpunarkraftur og sjálfbær vöxtur haldast í hendur.
Hljóðeinangrunarplöturnar frá BY VENØ eru miklu meira en bara skraut. Þú færð vöru sem bætir hljóðvist og minnkar enduróm í herberginu verulega!
Dönsku hljóðeinangrunarplöturnar okkar brjóta hljóðið og gleypa hljóðbylgjurnar þannig að þær deyja út þegar þær skella á plöturnar. Þetta þýðir að hljóðbylgjunni er eytt og bergmálstíminn styttur sem bætir líðan og upplifun í herberginu, hvort sem talað er um heimili, atvinnu eða opinberar byggingar.
Með línóleumplötum frá BY VENØ færðu tækifæri til að setja þinn alveg einstaka blæ á innréttinguna. Með 20 mismunandi litatónum er auðvelt að láta þær passa við innréttingarnar þínar eða jafnvel skapa andstæðu með ólíkum litum. Línóleum er endingargott og einstakt efni og sterkur valkostur ef þú vilt annað útlit en venjulegar viðartegundir.
Hljóðeinangrandi eiginleikarnir eru þeri sömu og á öðrum hljóðeinangrunarplötum frá okkur. Dönsku hljóðeinangrunarplöturnar okkar brjóta hljóðið og gleypa hljóðbylgjurnar þannig að þær deyja út þegar þær skella á plöturnar.
ELDVARNAR PLÖTUR
Plötur notaðar sem klæðning á veggi og loft hafa orðið gríðarlega vinsælar. Nú er einnig hægt að útvega hljóðeinangrunarplötur með eldvarnarviðurkenningu sem uppfylla gildandi kröfur til notkunar sem efni í opinberar byggingar og einkahúsnæði, sem og verkefnamarkaðinn.
Með B-s1,d0 viðurkenndum plötum okkar fylgjum við nútíma kröfum bæði um hönnun og gildandi löggjöf. Þess vegna erum við stolt af því að geta boðið boðið heimilum upp á vörurnar okkar en einnig opinberum byggingum, eins og hótelum, leikhúsum, skólum o.fl. - byggingum þar sem þörfin fyrir góðar og fallegar hljóðlausnir er einfaldlega nauðsyn!